Mánudaginn 30. júní, 2003 - Fólk í fréttum
SAMSÝNING fimm núverandi og nýútskrifaðra nemenda Listaháskóla Íslands var opnuð í Galleríi Hlemmi á föstudag. Verk á sýninguna völdu Auður Jörundsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir sem einnig eru nemendur LHÍ.
SAMSÝNING fimm núverandi og nýútskrifaðra nemenda Listaháskóla Íslands var opnuð í Galleríi Hlemmi á föstudag. Verk á sýninguna völdu Auður Jörundsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir sem einnig eru nemendur LHÍ. Vel viðraði á föstudag og geislar sólar læddust inn um glugga og glufur. Gallerí Hlemmur hefur haft það að markmiði að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að stýra menningarviðburðum til enda og er þessi sýning liður í því.
Heiti sýningarinnar er Fame. I Wanna Live Forever. Listamennirnir ungu sem vilja verða eilífir eru Hildigunnur Birgisdóttir, Hörn Harðardóttir, Lóa Hlín Hjálmarsdóttir, Ragnar Jónasson og Tómas Lemarquis. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14-18 og stendur sýningin til 6. júlí.
© Morgunblaðið, 2003