Ţriđjudaginn 24. desember, 2002 - Myndlist

MYNDLIST - Gallerí Hlemmur

Sérđu ţađ sem ég sé

MYNDBAND OG TEXTAVERK, VIKTORÍA GUĐNADÓTTIR

Til 5. janúar. Gallerí Hlemmur er opiđ fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18.

 

Sérđu ţađ sem ég sé - mynd

 

Sýning Viktoríu Guđnadóttur í Galleríi Hlemmi.

 

VIKTORÍA Guđnadóttir (1969) er myndlistarmenntuđ í Danmörku og Hollandi, á sjö ára nám ađ baki. Hún hefur tekiđ ţátt í fjölda samsýninga en ţetta er fjórđa einkasýning hennar, önnur hér á landi.

Hún sýnir nú tvö verk í gallerí Hlemmi, myndbandsverk og handmálađan texta á vegg. Í innri sal gallerísins er mynd varpađ á tvö tjöld andspćnis hvort öđru, mynd sem ţátttakandi í skrúđgöngu tekur af áhorfendum göngunnar. Ţeir fylgjast forvitnir međ ţví sem er ađ sjá, teygja sig og reigja til ađ sjá betur. Í galleríinu stendur áhorfandinn ţarna mitt á milli, í sporum tökumannsins sem horft er á líkt og viđundur. Í fremra rýminu hefur Viktoría handmálađ texta, ţakiđ veggina međ einfaldri síendurtekinni sögu um litla stúlku og ömmu hennar, um eilífa hringrás lífs og fjölskyldu. Myndbandiđ og textinn eru hvort um sig verk sem gćtu allt eins veriđ sýnd ein og sér en saman gefa ţau hvort öđru aukna dýpt.

Orđ og mynd eiga sér langa sögu innan myndlistarinnar. Viđ eigum frábćrlega myndlýst handrit frá fyrri öldum. Og enn í dag segja listamenn sögur og sýna myndir. Eftir ađ hreinrćktunarstefna módernismans leiđ undir lok hafa alls kyns sögur og textar birst í myndlistinni. Eiginleikar myndbandsformsins bjóđa einnig upp á frásögn ţó oft sé án orđa, myndir sem segja sögu. Myndlistaráhorfendur í dag eru ţví vonandi í auknum mćli tilbúnir til ađ gefa sér tíma, nema stađar, horfa á myndband, lesa sögu.

Af greinargóđri möppu sem Viktoría lćtur liggja frammi, má sjá ađ hún hefur á undanförnum árum unniđ nokkuđ međ myndbönd og ljósmyndir unnar í tölvu, einnig textaverk. List hennar byggist á einfaldri frásögn.

Viđfangsefni Viktoríu í myndbandinu Pride er áhorf - áhorfandinn horfir á áhorfendurna, sjónarspil samfélagsins í hnotskurn. Í bók sinni Les mots et les choses skrifađi Michel Foucault ítarlegan texta um sjónarspil myndlistarinnar út frá málverki Velazquez, las Meninas. Seinni tíma dćmi eru skrif höfunda eins og Guy Debord, Marshall McLuhan, Baudrillard...um sjónarspil samfélagsins. Hér á landi er skemmst ađ minnast verka til dćmis Arnout Mik. Myndband Viktoríu einskorđar sig ekki viđ myndlistarheiminn heldur fćst viđ samfélagiđ í heild. Ţađ má ađ vísu ekki líta framhjá ţví ađ hún nefnir verkiđ eftir skrúđgöngunni, Gay Pride, en séđ í víđara samhengi hittir ţađ líka í mark, ekki síst hér á landi ţar sem unglingar góna enn úr sér augun í Kringlunni sjái ţeir svala útlendinga. Okkar einsleita samfélag veitir ekki mikiđ rými og óttinn viđ allt sem er öđruvísi er mikill, hvort sem ţađ er myndlist sem fólki ţykir nýstárleg ţrátt fyrir ađ myndlistarmenn hafi unniđ á svipađan hátt áratugum saman, eđa ţađ ađ fólk bregđur eitthvađ út af vananum á einn eđa annan hátt.

Viktoría setur verk sín vel fram á skýran hátt, myndbandiđ er einfalt en áhrifaríkt. Sama er ađ segja um söguna litlu sem er síendurtekin á veggnum, um hringrásina og fjölskylduböndin sem veita öryggi og ást en líka er ómögulegt ađ losna frá. Línuleg framganga skrúđgöngunnar og frásögnin í textanum, lífshlaupiđ sem vísađ er til mynda fallegan samhljóm.

Verkin sýna hiđ almenna á yfirborđinu en undir niđri krauma persónulegar sögur sem áhorfandinn einn hefur ađgang ađ. Listakonan reynir ekki ađ fylla í eyđurnar. Líkt og segir í greinargóđum skrifum Debru Solomon í sýningarskrá veit hún ađ áhorfandinn gerir ţađ sjálfur. Ţar ţarf enga sérfrćđiţekkingu til, ekkert nema hjartađ.

Ragna Sigurđardóttir


© Morgunblađiđ, 2003