Fréttatilkynning

Nú um helgina opnar Elin Wikstrom einkasýningu í Gallerí Hlemmi. Sýningin
opnar laugardaginn 27. júlí kl. 16 og stendur til 18. ágúst.

Sýningin ber titilinn "Cool or lame ? 2002 verkefni í vinnslu," og mun
listamaðurinn vera á staðnum allan sýningartímann að starfa við verkefnið og
taka á móti gestum.  Verkefnið varð upphaflega til úr sýningunni „Exchange &
transform“ (vinnuheiti) á Kunstverein í München, 26. apríl 2002.

„Eins og menningar- og fjölmiðlaruglarar sem setja niðurrifskennd slagorð á
veggspjöld í neðanjarðar-stöðvunum, eða breyta orðum á almennum boðskiltum,
virðast verk Elin Wikström gjarnan taka á sig myndir tilgangslausra
hrekkjarbragða. Þó innihalda verk hennar, sem hún kýs að nefna „uppbyggðar
aðstæður“, fágaðar samfélagslegar skírskotanir sem lýsa upp vettvang til
skilnings fyrir óviðbúinn, óvæntan áhorfanda og saklausa vegfarendur. Verk
Elínar setja fram mikilvægar spurningar um einkenni, frjálsræði og
stjórnun.“ Katrina M Brown, Free Your Mind, Moderna Museet Projekt, 2002.
Elín Wikström er fædd 1965, hún er gjörningalistamaður og kemur frá Svíþjóð.
Hún hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra sýninga, m.a. Venice Biennal og er
nú starfandi professor í Umeå Konstögskolan í Svíþjóð.  Elín Wikström er
talin meðal eftirtektarverðustu ungu listamönnum skandinava.

Gallerí Hlemmur er í Þverholti 5, opið er fimmtudaga til sunnudaga frá kl
14-18.  Heimasíða gallerísins er http://galleri.hlemmur.is.

Frekari upplýsingar veitir Þóra Þórisdóttir, tora@hlemmur.is sími: 698 0448
---
Cool or lame?

Það er ekki margt eftir í lífinu utan áhrifa markaðsetningar. Þú kaupir
umbúðir en ekki vöruna sjálfa. Allt er til sölu. Í bók sinni „No Logo“,
segir Naomi Klein frá fataiðnaðinum sem hnattrænu völundarhúsi undirverktaka
og þrælabúða.  Hver getur ábyrgst að vörur fyrirtækisins séu ekki
framleiddar í þrælabúðum? Viðskiptavinurinn eða fyrirtækið? Hvernig get ég
vitað að þetta er ekki „svikið“ vörumerki? Skiptir það máli ef ég kaupi H&M
eða Gap? Ef ég, stakur neytandi, neita að versla? Er mögulegt að komast yfir
fataskáp lausann við misnotkun?

Frá og með 26. apríl 2002 hef ég sett mér verkefni: Að nota ekki föt sem ég
á, né heldur kaupa ný, og ganga einugis í fötum sem ég hef gert sjálf til
26. apríl 2003 (að skóm og sokkum undanskildum).

Ár án „street cred“ ? Sjö vikum seinna kunni ég orðið vel að sauma og hafði
lokið gerð sumarfatnaðar og einhverju fyrir haustið. Ég valdi sérstaklega
þetta verkefni því það gæti orðið til gagngerra breytinga á mínu lífi og
lifnaðarháttum. Hvað ef ég reyni eitthvað sem er mér gersamlega ókunnugt?
(Mér finnst það enn erfitt og er á barmi þess að hætta við verkefnið). Hvað
myndi það gefa af sér? Hvert myndi það fara með mig? Hvaða aðgerð yrði
gagnger breyting á mínu lífi?

Í sífellt samþættari heimi - tæknilega, hagfræðilega, stjórnmálalega og
fagurfræðilega - hvernig þróast hlutverk einstaklingsins, borgarans og
neytandans.  Jafnvel í þýðlega frjálsu og lýðræðislegu samfélagi eins og
Svíþjóð, þar sem hversdagurinn er einkenndur með margfeldi lífsmynstra, er
gangverk bakvið frelsið og lýðræðið sem gert er að beina okkur í fyrirfram
ákveðin form einkenna sem viðhalda viðurkenningu og öryggistilfinningu. Er
það “flott eða púkó” að andmæla?  Í einhverjum módelum lýðræðis eru afköst
og notagildi stofnananna mikils metin.  Í öðrum er áhersla lögð á samskipti
og þátttöku borgarana; að fylgja eftir því sem hver trúir á, segja öðrum af
því og hlusta á annara skoðanir. Er það “flott eða púkó” að skiptast á
skoðunum?  Fyrirtæki hefur ekki sál, hjarta eða siðferðiskennd. Hef ég hana?
Eða þú?
Elin Wikström, júlí 2002