Fréttatilkynning


“PRIDE”

 Laugadaginn 14 desember kl. 16.00 opnar í Gallerí Hlemmi, sýning Viktoríu Guðnadóttur, sem ber nafnið “Pride”.

Sýningunni má að vissu leiti skipta í tvo hluta: myndbandsinnsetningu og textaverk.

Þó tengjast þessi verk að því leiti að þau fjalla bæði um hlutverk okkar sem áhorfenda. Annars vegar reynslan hvernig við horfum á fólk og hvernig fólk horfir á okkur. Hins vegar er sögð lítil saga sem flestir geta fundið hlutverk sitt í.

Viktoría stundaði myndlistarnám í Hollandi og útskrifaðist úr masternámi frá the Dutch Art Institute á þessu ári. Hún býr og starfar í Hollandi.

 

 
Sýningin er opin frá fimmtudegi  til sunnudags frá kl. 14:00-18:00,  og
stendur til 5 janúar 2003
Vefsíðan er http://galleri.hlemmur.is