Ungur listamaður á ferð um skógarlendi kom að tré í blóma.
Hann stansaði fyrir framan það og horfði á gagntekinn af fegurð blómanna. Eftir að hafa staðið þögull um stund sagði hann við tréð; "Mikið eru þetta falleg blóm sem vaxa á greinum þínum".
"Já", svaraði tréð, "þau eru sannarlega falleg".
"Hvernig býrð þú til svona falleg blóm"? spurði listamaðurinn forvitinn.
Tréð svaraði; "Ég bý þau ekki til, kæri minn. Ég er þessi blóm".
Sagt er að þegar Guð skapaði fyrstu manneskjuna hafi hann mótað hana í leir. Eflaust þykir mörgum það fjarstæðukennt, en raunin er að ekkert efni finnst í mönnum sem er ekki líka í náttúru jarðar. Líkaminn er jarðefni og er jafn mikil náttúra og fjallið við sjóndeildarhringinn eða tréð í skóginum.
Líf okkar er háð náttúrunni. Hún sér fyrir
okkur og vanmáttur okkar gagnvart henni er alger. Án hennar erum við ekki.