Fyrir aðstoð vil ég þakka:
Svava Björnsdóttir
Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Margrét H. Blöndal
Frosti Friðriksson
Magnús Sigurðsson
Erling Klingenberg
Magnús Þór Jónsson
Guðmundur Ragnar
Ásmundur Ásmundsson
og móður minni
Hún var alin upp í raun og veru í sama herbergi og hænurnar. Hænurnar voru
hafðar inni á heimilinu. Þau gerðu ekki greinarmun á heimili og útihúsum.
Stelpan fékk ekkert uppeldi og þar af leiðandi hélt hún að hún væri fugl. Hún
talaði nánast ekkert. Hún var um 14 ára þegar þetta kemur í ljós. Málið er búið
og búið að brenna bæinn og allt gert upp.
Kannski erum við ekki menn. Kannski erum við látin halda að við séum menn eða
kannski erum við eitthvað annað en látin halda að við séum eitthvað annað en
menn.
Við vorum apar, einhvers konar apategund og þessi tegund af öpum hefur náð að
blekkja sjálfa sig. Samkvæmt sumum femínistum þá er kyn ákvarðað við fæðingu,
valið af foreldrum og samfélaginu. Það að vera maður er þá ákvarðað á samahátt.
Tískufórnalömb og allskonar fórnarlömb. Það er ekki að einhver sé undanskilin -
já föttum ekki að það sé til eitthvað annað - það er samt enginn bak við tjöldin
sem veit betur. Ég meina eins og þessi stúlka - ég held að hún hafi ekki séð
nein önnur börn - hún gekk ekki í skóla. Hennar var ekki saknað í kerfinu fyrr
en hún fór í grunnskóla.
Eins og bara þessu úlfabörn sem þekkt eru úti í heimi. Þar sem börn alast upp
hjá einhverjum dýrum, villtum dýrum eins og úlfum. Þá náttúrulega hegða þau sér
eins og villt dýr. Það er það (eina) sem þau læra.
Íslendingar eru kannski ekki Íslendingar, heldur eitthvað annað. Það er ástæða
fyrir því hvers vegna við erum öll eins, fílum sömu hlutina, sömu tískuna.
Brot úr barspjalli.