Fréttatilkynning

Laugardaginn 29. mars kl. 13.00 verður opnuð samsýning á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar við Lækjargötu í Reykjavík. Sýning þessi er skipulögð af Gallerí Hlemmi og er hluti af þjónustu þess við fyrirtæki og stofnanir.

Samtímamyndlist á stöðugt erindi til fólks í þjóðfélaginu og kosningaskrifstofa því áhugaverður vettvangur samfélagsins. Þó myndlistin sé í sjálfu sér sé ekki flokkpólitísk er hún þverpólitísk.

Gallerí Hlemmur hefur starfað í Þverholti 5 síðan 1999. Frá upphafi hefur Hlemmur einbeitt sér að því að sýna og kynna lifandi samtímamyndlist.

Samsýningin á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar verður kynnt á vefsíðum gallerísins, en þar er að finna ítarlegar upplýsingar um allar sýningar Gallerís Hlemms. Vefslóðin er www.hlemmur.is