Rósa Sigrún Jónsdóttir
 

"Um fegurðina" / "About beauty"

 

10. - 31. janúar 2004.

 

Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18

 

 

 

Verkið sem Rósa sýnir heitir "Um fegurðina" og er innsetning sem samanstendur af  um það bil 10.000 samansaumuðum eyrnapinnum  og vídeói.

Rætur verksins liggja í vangaveltum um fegurðina. Manneskjunni er eins farið og litlu hafmeyjunni sem vildi ganga í augun á manninum sem hún elskaði. Þess vegna klauf hún sporðinn sinn svo hann líktist mannsfótum. Þá gat hún gengið upprétt þótt hvert skref væri líkast því að hún gengi á rakvélarblöðum. Þannig er mannskepnan líka. Hún er rekin áfram gegnum tíma og rúm, óumræðilega vinnu og endalausar þjáningar af þrá eftir fegurð.

 

Rósa útskrifaðist úr skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands vorið 2001 og hefur verið ötul við listsköpun síðan. Verk hennar eru oftast rýmistengd og eiga gjarnan rætur sínar í handverki og menningararfi kvenna en einnig má sjá í þeim skírskotun til náttúrunnar.

Þessar útfærslur á handverkinu má einnig skoða sem vangaveltur um gildi og möguleika handverksins en einnig sem nokkurs konar hugleiðslu en mikil og sýnileg vinna liggur jafnan í verkum hennar.