EITTHVAÐ ANNNAÐ
Opnunarræða: Gallerí Hlemmur 08.02.03
Skál ...
Það er hefð að kaupa rauðvín eða gosvatn þegar myndlistarsýningar eru opnaðar.
Skál. Þetta er að vísu ekki hefðbundin myndlistarsýning og ég geri enga kröfu um
að það sem hér fer fram sé kennt við myndlist, heldur opna ég hér og nú
hugmyndasmiðju undir nafninu EITTHVAÐ ANNAÐ. Mig langar að segja í fáum orðum
frá ástæðunni fyrir því að ég fór þessa leið og skýra út hugmyndina á bak við
smiðjuna.
Við stöndum á tímamótum, við Íslendingar og mannkynið allt - það eru blikur á
lofti í heiminum, yfirvofandi stríð og hér á Íslandi hafa verið hörð átök um það
hvernig við nýtum þetta land. Mörgum finnst að við búum nú við harða
peningahyggju þar sem allt er metið eftir peningum og krafa um stöðugan
hagvöxt. Önnur hlið á þeim peningi er Orkugræðgi í heiminum. Hún virðist
óseðjandi og kemur meðal annars fram í framleiðslu á sífellt stærri og þyngri
bílum sem geta verið 3 til 4 tonn og gleypa 100 lítra af olíu eins og ekkert sé.
Orkusparnaður þykir beinlínis hallærislegur. Orkugræðgi breytir hagkerfum
samtímans í eins konar eiturlyfjasjúklinga sem þurfa sífellt stærri skammta.
Alveg þangað til dauðasprauta stríðsins verður eina lausnin.
Eftir því sem ég best veit þá er grundvallarspurning heimspekinnar
spurningin; hvað er gott líf? Eina svarið sem samtíminn hefur uppá að bjóða er
neysla, meiri neysla. Að því leyti manneskjan í dag við andlega fátækt , andlega
fábreytni.
Það liggur krafa í loftinu eða ættum við að tala um von: Vonin um EITTHVAÐ ANNAÐ
- Fólk vill eitthvað annað - fólk heimtar eitthvað annað - fólk veit ekki
endilega hvað það er þetta eitthvað annað - en við megum hafa þessa ósk - það er
mjög mikilvægt að hafa þessa ósk - En svar ráðamanna er: ef fólk getur ekki
komið með lausn þá á það ekki að láta í ljós óánægju.
Ég vil opna hér vettvang fyrir eitthvað annað - fólk má koma hér með tillögur -
umræður - skrifa texta - teikna - setja upp líkön.. Rýmið mun væntanlega taka
breytingum í takt við það sem hér fer fram og á endanum vera
fullt af hugmyndum, skissum myndum textum. Ætluinin er að taka þetta saman eftir
á og gefa það út sem heimild um ákveðið ástand - ákveðnar tilfinningar -
ákveðnar vonir og væntingar - árið 2003
Myndin á gólfinu hér frammi sýnir land - jökulá, lindá, dragá, hraun, hveri,
díamosa, dæmigert íslenskt hálendi. Öræfi. Öræfin eru hin óbyggilegu víðerni sem
einkennir Ísland, nánast óþekkt svæði - landið á myndinni er á vissan hátt
óskrifað blað - við sjáum það ofan frá einsog guð - og við erum guð. Við - og
þá á ég við fólkið í landinu - ráðum landinu þetta er landið okkar -þetta er
ekki sandkassi stjórnmálamanna. Gallinn er sá að margir gera sér ekki grein
fyrir því - við höldum að stjórnmálamennirnir eigi landið - það er
reginmisskilningur. -
Myndin á veggnum hér frammi sýnir líka land í mótun. Hér sjáum við hvernig
maðurinn brýtur undir sig hin hráslagalegu holt - og breytir þessu á endanum í
skjólsæl hverfi tjrám og runnum; mannabústaði þar sem skjól fyrir hörðum
norðanvindi. Rýmið hér inni í gallerí Hlemmi er óskrifað blað, þetta á að vera
vettvangur fyrir hugmyndavinnu, umræður og sköpun. Listrýmið er stórkostlegur
vettvangur fyrir slíkt. Listrýmið lítur öðrum lögmálum en önnur rými, litrýmið
felur í sér frelsi andans.