Fréttatilkynning

EITTHVAÐ ANNAÐ

Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður opnar hugmyndasmiðju í Gallerí Hlemmi laugardaginn 8.febrúar
kl .17:00.  Sett verður upp örvandi starfsumhverfi fyrir hugarflugið en
hugmyndasmiðjan EITTHVAÐ ANNAÐ verður opinn vettvangur fyrir alla þá sem
vilja ræða og rannsaka möguleika lífsins í landinu. Leitað verður eftir
hugmyndum frá gestum og gangandi um framtíðina. Hvers konar þjóðfélag viljum
við? Hvers konar land viljum við? Hvers konar framtíð? Hvers konar lýðræði?
Hvers konar stjórn? Hvers konar stjórnleysi?

Lýst er eftir andlegri orku en samkvæmt síðustu tölum ætti orkubúskapurinn
að standa vel miðað við árferði. Látið ykkar ekki eftir liggja - hittumst
heil í hugarorkuverinu Hlemmi - allir velkomnir.

Sýningunni lýkur sunnudaginn 2. mars

Gallerí Hlemmur verður opinn fimmtudaga til sunnudaga frá 14:00 – 18:00


Vefsíðan er http://galleri.hlemmur.is