Föstudaginn 27. júní klukkan 20, verður opnuð sýningin "Fame.
I Wanna Live
Forever" í Gallerí Hlemmi. Sýningin er samsýning fimm núverandi og
nýútskrifaðra nemenda Listaháskólans. Tveir nemendur Listaháskólans Auður
Jörundsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir völdu verkin á sýninguna. Sýningin
samanstendur af skúlptúrum, teikningum, málverkum, klippimyndum og
myndbandsverkum. Sýnendurnir eru Hildigunnur Birgisdóttir, Hörn
Harðardóttir, Lóa Hlín Hjálmarsdóttir, Ragnar Jónasson og Tómas Lemarquis.
Eitt af stefnumálum Gallerís Hlemms er að stuðla að og styðja við áhuga
ungra listnema á að skapa vettvang, þekkingu og reynslu í að setja upp og
stýra menningarviðburðum frá upphafi til enda og er þessi sýning liður í því.
Þetta er í fyrsta skipti sem galleríið vinnur með ungu fólki sem er að
ljúka eða hefur enn ekki lokið listnámi.
Gallerí Hlemmur verður opinn fimmtudaga til sunnudaga frá 14:00 – 18:00
Gallerí Hlemmur Þverholt 5 Reykjavík, s: 5520455 www.hlemmur.is, galleri@hlemmur.is