Markmið 6 verður opnuð laugardaginn 12. janúar í galleri@hlemmur.is
Markmið er samvinnuverkefni Helga Eyjólfssonar og Péturs Arnar Friðrikssonar. Markmið er samsett úr margþættum verkefnum sem unnin eru til sýningar, skrásett til birtingar á sjónrænan hátt og með öðrum heimildum. Markmið er það sem það er hverju sinni; spunaverkefni. Hver sýning er millistig síðustu sýningar og þeirrar næstu.
Þessi sýning í galleri@hlemmur.is er sjötta sýningin undir yfirskriftinni Markmið en það hefur sýnt áður á vegum Listamannsins á horninu í september 2001, í Gallerí Sævars Karls í júlí 2001, Galeria Wyspa í Gdansk, Póllandi í mars 2001, Audio visual art gallerí Deiglunnar á Akureyri í júlí 2000 og í galleri@hlemmur.is í febrúar 2000.
Meðal þeirra verkefna sem Markmið hefur framkvæmt má nefna; flugdrekaflug, framleitt og útvegað ferða og björgunarbúnað, hannað og smíðað báta og fenjadreka, kappakstur og eftirför á Volvo, jeppaferðalög, skotkeppni með fjarstýrðu skotmarki og skreyttum markmyndum, athuganir með fyrirbærið orfplanki, kappsiglingar með fjarstýrðum bátum, hönnun og smíði eggvopna og skotvopna og stóls útbúnum með miðunarbúnaði fyrir eftirlitsmyndavél, innbrot og vopnasöfnun, tekið landslagsljósmyndir með hjálp eldflauga, flugdreka og sérútbúnum gjörðum sem renna niður fjallshlíðar.
Galleríið
er opið fimmtudaga til sunnudaga frá
14-18 og stendur sýningin til 3. febrúar 2002.