FRÉTTATILKYNNING

 

Hrafnhildur Arnardóttir

“Shrine of my Vanity”

 21. nóvember- 8. desember 2002

 
Fimmtudaginn 21. nóvember opnar Hrafnhildur Arnardóttir sýninguna “Shrine of my Vanity” 
sem útleggst á íslensku “Helgidómur hégóma míns”  í Gallerí Hlemmi. 
Leiðarstef sýningarinnar er hið svokallaða IVD (intensive vanity disorder) eða hégómaröskun 
en það heilkenni verður æ algengara meðal þeirra sem temja sér lífsstíl Vesturlandabúa. 
Þetta fyrirbæri tekur eðlilega á sig margvíslegar myndir en á sýningunni tekst listakonan á við þær
hliðar sem snúa frekar að henni sjálfri.
Hrafnhildur útskrifaðist með meistaragráðu frá School of Visual Arts í New
York árið 1996. Hún hefur á undanförnum árum tekið þátt í fjölda sýninga bæði
hér heima sem á erlendri grund.
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20-22.
Sýningin stendur til 8.desember og er opin frá miðvikudegi til sunnudags kl.
14-18.