Laugardaginn 12..júlí kl.16.00 opnar sningin “Look out for my Love, it´s in your neighbourhood” í Gallerí Hlemmi. Þetta er fyrsta einkasýning Hrafnhildar Halldórsdóttur hér á landi, en hún er búsett í Glasgow þar sem hún útskrifaðist frá Glasgow School of Art árið 2001. Hrafnhildur hefiur sýnt víða undanfarin ár (Tramway og Project Room/ Glasgow, Royal Hibernian Academy/Dublin, Fotografisk Center/ Kaupmannahöfn og NIFCA project space/Helsinki) en seinast var henni bodin þáttaka í Multiples x 7 í Dublin og framundan er tveggja manna sýning i Changing Room, Stirling, Skotlandi.
Sýningin samanstendur mestmegnis af verkum á pappír unnin útfrá áhuga á vinnuprósess sem einfaldan metafór (= myndlíking) fyrir hvernig við impróviserum (það sem samið er á stundinni) okkur leið gegnum lífið. Efnislegu viðbrögðin byggjast á andstæðum sem reglu/óreglu, frelsi/takmörkun, fullkomnun/ófullkomnun og á milli þessara andstæðna liggur sjálfur gjörningurinn og sýnir okkur hvað gerist þegar við tökum ákvarðanir um hvad á ad gera og hvert á að fara næst, um impróvísasjón og um að sætta sig við þau mistök sem hún inniber.
Stutt af The British Council
Gallerí Hlemmur verður opinn fimmtudaga til sunnudaga frá 14:00 – 18:00
Gallerí Hlemmur Þverholt 5 Reykjavík, s: 5520455 www.hlemmur.is, galleri@hlemmur.is