Fréttatilkynning

Laugardaginn 16. ágúst, á degi menningarnætur, opnar Guðrún Benónýsdóttir í gallerí Hlemmi sína fyrstu einkasýningu á Íslandi kl. 14.00.

Guðrún sýnir ljósmynd og skúlptúra sem fæddust á árunum 2000 - 2002.

Sýningin hefur sinn sjálfstæða hjartslátt og andardrátt í takt við raddir verkanna, einskonar hitastillandi myndlíkingar háð stjórnlausu ástandi þess er horfir.

Guðrún var búsett í Noregi til margra ára og útskrifaðist frá Listaakademíunni í Osló árið 2002.

Sýningin stendur til 31. ágúst og er gallerí Hlemmur opin á menningarnótt

frá kl. 14 - 23, annars á fimmtudögum til sunnudaga frá kl. 14 - 18. Allir velkomnir.

 

Gallerí Hlemmur verður opinn fimmtudaga til sunnudaga frá 14:00 – 18:00

Gallerí Hlemmur Þverholt 5 Reykjavík, s: 5520455  www.hlemmur.is, galleri@hlemmur.is