“Here, there and everywhere”
Laugardaginn 7. apríl kl. 14:00 verður opnun á sýningu Erlu Haraldsdóttur
og Bo Melin, “Here, there and everywhere”, í galleri@hlemmur.is
Erla S. Haraldsdóttir fluttist til Svíþjóðar 10 ára að aldri og hefur
eftir það einungis búið hérlendis nokkur styttri tímabil, ma. við nám í
Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún nam myndlist (og blandaða tækni) við
Konunglega Listaháskólann í Stockhólmi, San Francisco Art Institute ásamt
Listaháskólanum Valand í Gautaborg, og útskrifaðist þaðan 1998.
Bo Melin er fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Hann er menntaður við
Konstfack í Stockhólmi og Listaháskólann Valand, og útskrifaðist þaðan
1997.
Med sýningunni “Here, there and everywhere” leika sér Erla og Bo að
því að skekkja þann raunveruleika sem við eigum að venjast í okkar
daglega umhverfi. Þau breyta hinni einsleitu og (monocultural) Reykjavík
í fjölþjóðlega (multicultural) borg með aðstoð stafrænt myndbreyttra ljósmynda.
Við undirbúning sýningarinnar ferðuðust Erla og Bo til San Franciso og Berlínar,
þar sem þau mynduðu stórborgarsamfélagið og íbúa þess.
Þetta er annað samvinnuverkefni þessara tveggja listamanna. Fyrir hálfu ári
síðan unnu þau fimm metra langa panorama-mynd af torgi í Skoghall, sem er lítill
smábær í mið-Svíþjóð. Í myndverki sínu, sem sýnt var í listasafni
Skoghalls, gjörbreyttu Erla og Bo smábænum í stórbæjarúthverfi í algerri
niðurníslu. Skoghall er mjög gott dæmi um lítið velferðarsamfélag án stærri
vandamála og var þess vegna vel til verkefnisins fallið.
Það er auðvelt að taka hlutum og aðstæðum sem sjálfgefnum, sérstaklega
í manns eigin umhverfi. Ef maður lifir í stöðugu samfélagi skapast auðveldlega
eins konar miðlægt sjónarhorn (central perspective), þar sem upplifun manna
um hvað sé rétt og rangt og hvað sé eðlilegt, mótast af þeirra nánasta
samfélagi.
Það eru vangaveltur í kringum þessar hugmyndir sem Erla S. Haraldsdóttir og
Bo Melin hafa unnið útfrá við gerð þessarar sýningar, og á hún vonandi
eftir að velta upp enn fleiri vangaveltum hjá sýningargestum.
Verið hjartanlega velkomin! Erla S. Haraldsdóttir og Bo Melin