Um þessa sýningu

 

 Af hverju teikningarnar eru:

Hver teikning var unnin meðan á fréttatíma Sjónvarpsins stóð.  Reynt var að fanga sem mest af því sem birtist á skjánum, viðkomandi hálftíma, á eitt A4-blað.

 

Hugleiðingar tengdar verkinu:

Afköst af hendi listamanns andspænis afköstum fjölmiðla.

Fréttir algengasta leiðin til að fá mynd af heimi líðandi stundar.

Sjónræn úrvinnsla á því sem sýnt er í fréttum.

Svipmynd hraðans af heiminum.

Hröð svipmynd af heiminum.

Svipmynd af hröðum heimi.

Heimurinn sem hröð svipmynd.

 

Vinnuferlið:

Glíman við að ná öllu og um leið að byggja upp mynd - og svo horfa hissa á útkomuna, þegar hálftíma óðagoti er lokið.

 

 

About this exhibition